Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, lagði á síðasta ríkisstjórnarfundi fram tillögu að gerð heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Kveðið er á um mótun stefnunnar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og er hún nú formlega hafin.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að nýsköpun og hvers konar hagnýting hugvits sé mikilvæg forenda fjölbreytts atvinnulífs, sterkrar samkeppnisstöðu, hagvaxtar og velferðar þjóða.
Í því ljósi hefst vinna við mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 og verður hún unnin í víðtæku samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og vísinda- og menntasamfélags.
„Fjórða iðnbyltingin er hafin og það er fyrirséð að á næstu árum mun stafræn tækni og sjálfvirkni umbylta atvinnugreinum, hagkerfi, velferð og menntun. Í þessu felast ómæld tækifæri til róttækra breytinga, framfara og aukinna lífsgæða. Að sama skapi geta þær þjóðir sem ekki ná að hagnýta sér þessar breytingar átt á hættu að dragast verulega aftur úr,“ segir á vef Stjórnarráðsins.
Verkefnið mun byggja á starfi fimm faghópa sem fjalla um eftirfarandi málaflokka.
Sérstök verkefnastjórn mun halda utan um stefnumótunarvinnuna og verður hún skipuð verkefnisstjórum verkefnanna fimm, auk formanns verkefnisstjórnar sem ráðherra nýsköpunarmála skipar.