Margir í vandræðum á Holtavörðuheiði

Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Holtavörðuheiði á sjöunda tímanum í …
Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Holtavörðuheiði á sjöunda tímanum í kvöld. Skjáskot/Vegagerðin

Búið er að loka Holta­vörðuheiði, en mik­il hálka, hvassviðri og blinda hef­ur verið þar frá því síðdeg­is í dag.  Að sögn lög­regl­unn­ar á Blönduósi hafa fjöl­marg­ir öku­menn lenti í vand­ræðum á heiðinni. „Það eru lang­ar raðir, aftaná­keyrsl­ur og útafa­kst­ur,“ sagði lög­reglumaður á vakt í sam­tali við mbl.is og kvað tölu­vert eigna­tjón hafa orðið á Holta­vörðuheiði í dag.

Eng­in al­var­leg slys hafa þó orðið á fólki, en lög­regla hef­ur sl. þrjá tíma haft stöðuga viðveru á heiðinni. „Við höf­um verið að aðstoða öku­menn við að taka við akstri og hjálpa til á all­an máta,“ sagði hann og kvaðst ekki hafa tölu á þeim fjölda bíla sem hafi ekið út af eða endað aft­an á næsta bíl.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert