Búið er að loka Holtavörðuheiði, en mikil hálka, hvassviðri og blinda hefur verið þar frá því síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hafa fjölmargir ökumenn lenti í vandræðum á heiðinni. „Það eru langar raðir, aftanákeyrslur og útafakstur,“ sagði lögreglumaður á vakt í samtali við mbl.is og kvað töluvert eignatjón hafa orðið á Holtavörðuheiði í dag.
Engin alvarleg slys hafa þó orðið á fólki, en lögregla hefur sl. þrjá tíma haft stöðuga viðveru á heiðinni. „Við höfum verið að aðstoða ökumenn við að taka við akstri og hjálpa til á allan máta,“ sagði hann og kvaðst ekki hafa tölu á þeim fjölda bíla sem hafi ekið út af eða endað aftan á næsta bíl.
Fréttin hefur verið uppfærð.