Málflutningur ráðherra undarlegur

Formaður samninganefndar ljósmæðra segja rökstuðning fyrir launakröfum skýran.
Formaður samninganefndar ljósmæðra segja rökstuðning fyrir launakröfum skýran. mbl.is/Eggert

„Ég undr­ast að þetta komi frá heil­brigðisráðherra af því nú vor­um við að funda með henni fyr­ir helg­ina og fór­um vel yfir okk­ar rök. Þau hafa verið al­veg borðliggj­andi þannig þetta held­ur ekki vatni hvað mig varðar. Alls ekki,“ seg­ir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, um um­mæli sem Svandís Svavars­dótt­ir lét falla í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Í þætt­in­um sagði heil­brigðisráðherra að þegar ein stétt væri með sín mál í hnút væri ekki nóg að rök­styðja kröf­ur með því að segja þær sann­gjarn­ar. Þegar þátta­stjórn­andi spurði Svandísi hvort henni þætti rök­stuðning­ur ljós­mæðra ófull­nægj­andi sagði hún að henni væri ekki kunn­ugt hver rök­stuðning­ur­inn væri.

Katrínu þykja þessi um­mæli heil­brigðisráðherra und­ar­leg. „Við erum með næst­hæstu mennt­un­ar­kröfu allra fé­laga inn­an BHM en samt erum við með þeim sem eru með lægstu meðal­grunn­laun þar inni. Við erum bún­ar að fá 17% af þessu svo­kallaða Salek viðmiði á meðan t.d. kenn­ar­ar eru bún­ir að fá 54%. Það er al­veg sama hvað er skoðað, við höf­um dreg­ist aft­ur úr í launþróun svo veru­lega að við stönd­um alls ekki jafn­fæt­is sam­bæri­leg­um stétt­um með svipaða mennt­un og ábyrgð í starfi.“

„Rök­in eru al­veg borðliggj­andi. Þetta er und­ar­leg­ur mál­flutn­ing­ur hjá henni,“ seg­ir Katrín.

Þætti vænt um að sjá til­lög­ur heil­brigðisráðherra

Annað sem Svandís nefndi í þætt­in­um í morg­un var að stuðning­ur henn­ar við bar­áttu ljós­mæðra gæti verið í gegn um stofn­an­irn­ar sjálf­ar, og nefndi til að mynda vinnu­tíma og vakta­fyr­ir­komu­lag í því sam­hengi.

„Okk­ur þætti vænt um að sjá það. Við erum al­gjör­lega til viðræðu og höf­um verið það frá því að þessi samn­ingalota byrjaði þannig okk­ur þætti veru­lega vænt um að sjá eitt­hvað koma frá henni,“ seg­ir Katrín, en að allra helst vildu þær sjá eitt­hvað koma frá fjár­málaráðherra.

„Við fögn­um því og fögn­um öll­um eðli­leg­um sam­ræðum og skoðana­skipt­um og samn­ingaviðræðum. Það hef­ur svo­lítið vantað, þó að þess­ir fund­ir með samn­inga­nefnd hafi heitið samn­inga­fund­ir þá hef­ur viðræðurn­ar al­veg vantað í þá fundi.“

Katrín seg­ir að ekki sé verið að koma til móts við ljós­mæður og að þær séu til­bún­ar að skoða allt, meðal ann­ars til­lög­ur heil­brigðisráðherra, væru þær form­lega lagðar fram.

Ekki verið svig­rúm fyr­ir nein­ar viðræður

Næsti samn­inga­fund­ur er á dag­skrá á morg­un en Katrín seg­ir fund­inn ekki leggj­ast sér­stak­lega vel í hana, sér­stak­lega ekki í ljósi þeirra orða sem Bjarni Bene­dikts­son lét falla í sam­tali við RÚV í gær­kvöldi, á alþjóðadegi ljós­mæðra. Bjarni sagði kröf­ur ljós­mæðra tutt­ugu pró­sent­um hærri en það sem ríkið er reiðubúið að semja um og að ekki væri hægt að hækka laun ljós­mæðra marg­falt meira en laun annarra hópa.

„Ég hef sterka trú á því að rétt­lætið og sann­girn­in vinni alltaf að lok­um en manni finnst þetta enn eitt rot­höggið sem kom frá hon­um í gær. Maður veit að samn­inga­nefnd­in vinn­ur í hans umboði og maður hef­ur upp­lifað það hingað til að samn­inga­nefnd­in sé umboðslaus til að gera neitt nema halda í þessi 4,21% sem lagt var upp með í upp­hafi. Það hef­ur ekki verið svig­rúm fyr­ir nein­ar sam­ræður eða viðræður um neitt annað.“

Katrín seg­ir þetta grafa und­an því að hún geti leyft sér ein­hverja sér­staka bjart­sýni fyr­ir fund­inn á morg­un. Hún seg­ir mikið þurfa að ger­ast til að hægt sé að ná sátt­um í mál­inu. „Það þarf alla­vega eitt­hvað að ger­ast annað en svona skít­kast. Fólk þarf að stíga niður af pall­in­um og koma í eðli­leg­ar viðræður og sam­ræður en ekki svona skít­kast í gegn um fjöl­miðla. Svo höf­um við aldrei hitt Bjarna, við fáum ekki einu sinni fund með hon­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert