Níundi samningafundur ljósmæðra og ríkisins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 15. Ljósmæður mættu til fundarins klæddar bolum sem á stóð „Eign ríkisins“.
Vísuðu þær til bréfs fjármála-og efnahagsráðneytisins til Ljósmæðrafélagsins sem sagði að þær séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki val um hvort að þær vinni yfirvinnu eða ekki.
Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 5. febrúar síðastliðinn og hefur lítið þokast áfram í viðræðum deiluaðila.