Í bolum með áletrinu „Eign ríkisins“

Frá upphafi fundarins hjá ríkissáttasemjara.
Frá upphafi fundarins hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Níundi samningafundur ljósmæðra og ríkisins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 15. Ljósmæður mættu til fundarins klæddar bolum sem á stóð „Eign ríkisins“.

Vísuðu þær til bréfs fjár­mála-og efna­hags­ráðneytisins til Ljósmæðrafélagsins sem sagði að þær séu rík­is­starfs­menn og hafi ekki val um hvort að þær vinni yf­ir­vinnu eða ekki.

Mál­inu var vísað til rík­is­sátta­semj­ara 5. fe­brú­ar síðastliðinn og hefur lítið þokast áfram í viðræðum deiluaðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert