Mikil endurnýjun í sveitarstjórnum

Það kvarnast fljótt úr hópi sveitarstjórnarmanna.
Það kvarnast fljótt úr hópi sveitarstjórnarmanna. mbl.is

Aukið álag á sveitarstjórnarfólk með fleiri og flóknari verkefnum gæti átt þátt í því að tæp 60% þeirra snúa ekki aftur að loknum kosningum hverju sinni. Hlutfallið hefur farið vaxandi á síðustu árum.

Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðingur og lektor við Háskóla Íslands, gerði könnun í fyrra á vinnuaðstæðum sveitarstjórnarfólks hér á landi og kom þar í ljós að endurnýjun í sveitarstjórnum er mikil, sérstaklega hjá smærri sveitarfélögum, og að konur sitja skemur en karlar.

Spurð í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um hvers vegna hún ákvað að kanna þetta svarar Eva að hún hafi orðið vör við mikið brottfall í kosningunum fyrir fjórum árum. „Fólk virtist endast í skamman tíma og ég var búin að heyra marga segja að líklegasta lausnin við því væri að hækka laun sveitarstjórnarfólks. Mig langaði að sjá hvort ég sæi eitthvert mynstur í þessu og hvort ég gæti greint einhverja áhrifavalda."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert