Nýtt persónuverndarfrumvarp „á næstu dögum“

Sigríður Á. Andersen svaraði fyrirspurn um GDPR reglugerðina í dag.
Sigríður Á. Andersen svaraði fyrirspurn um GDPR reglugerðina í dag. mbl.is/Eggert

Ný per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð hef­ur það í för með sér að Ísland taki þátt í starfi per­sónu­vernd­ar­stofn­un Evr­ópu án þess að hafa at­kvæðis­rétt. Þetta kom fram í máli Sig­ríðar Á. And­er­sen, dóms­málaráðherra, á Alþingi í dag.

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þingmaður Viðreisn­ar, spurði dóms­málaráðherra hvers vegna hefði tekið svona lang­an tíma að koma nýrri per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins til þings­ins. Vakti hann einnig at­hygli á því að óheppi­legt væri að ný reglu­gerð tæki gildi í Evr­ópu 25. maí og að Ísland myndi drag­ast eftir­úr.

Sig­ríður svaraði því að þó svo að efni reglu­gerðar­inn­ar hefði legið fyr­ir síðan 2016 þá hefðu ís­lensk stjórn­völd gert at­huga­semd við það að Ísland myndi taka þátt í Evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­stofn­un­inni án at­kvæðis­rétt­ar. Íslensk stjórn­völd hafa lagt áherslu á að frek­ar yrði unnið inn­an tveggja stoða kerf­is­ins.

Sam­kvæmt Sig­ríði féllst Evr­ópu­sam­bandið á að þátt­taka Íslend­inga í stofn­un­inni án at­kvæðis­rétt­ar yrði ekki for­dæm­is­gef­andi og var yf­ir­lýs­ing þess efn­is gef­in út. Ráðherr­ann sagði að þetta hefði ekki legið fyr­ir fyrr en um ára­mót og að frum­varp yrði lagt fyr­ir Alþingi á næstu dög­um.

Þetta merk­ir að reglu­gerðin veld­ur því að eft­ir­lit með inn­leiðingu reglu­gerðar­inn­ar fell­ur utan tveggja stoða kerf­is­ins, en Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur áður lýst því að tregða Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að leggja áherslu á tveggja stoða kerfið grafi und­an EES-samn­ingn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert