Beiðni um launalækkun tekin fyrir 30. maí

Harpa.
Harpa. mbl.is/Júlíus

Beiðni Svan­hild­ar Kon­ráðsdótt­ur, for­stjóra Hörpu, um launa­lækk­un verður tek­in til form­legr­ar af­greiðslu á næsta stjórn­ar­fundi sem verður hald­inn 30. maí.

Svan­hild­ur seg­ist í sam­tali við mbl.is telja það afar lík­legt að beiðnin verði samþykkt.

Spurð hvort ein­hverj­ir af þjón­ustu­full­trú­um Hörpu sem sögðu upp störf­um vegna óánægju með kjör sín hafi dregið upp­sagn­ir sín­ar til baka seg­ist hún ekki vita til þess.

VR af­bókaði tvo viðburði í Hörpu í mót­mæla­skyni við stöðu kjara­mála hjá fyr­ir­tæk­inu. Eng­ar frek­ari bók­an­ir fyr­ir­tækja eða stofn­ana hafa orðið á viðburðum í Hörpu, að sögn Svan­hild­ar.

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
Svan­hild­ur Kon­ráðsdótt­ir, for­stjóri Hörpu. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert