Á 148 km hraða í spyrnukeppni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan hafði afskipti af tveimur bifreiðum á Reykjanesbraut við Kópavog um tvö í nótt eftir að hraði  þeirra mældist 148km/klst þar sem hámarkshraði er 80km/klst. Grunur leikur að ökumennirnir hafi verið í spyrnukeppi. Ökumennirnir játuðu sök og munu því eiga von á 230.000kr sekt hvor og vera sviptir ökuréttindum sínum í 2 mánuði.

Ökumaður sem ók á 136 km hraða á Reykjanesbraut við Kópavog var stöðvaður um klukkan 23:00 en heimilt er að aka á 80 km hraða á þessum stað. Ökumaður reyndist einnig vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem og vera sviptur ökuréttindum.

Sex ökumenn voru stöðvaðir í nótt á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa að hafa neytt áfengis eða fíkniefna og hafið svo akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert