Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi

Mik­ill meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur því að frek­ara vald yfir orku­mál­um á Íslandi verði fært til evr­ópskra stofn­ana. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem fyr­ir­tækið Maskína gerði fyr­ir Heims­sýn, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um.

Til­efni könn­un­ar­inn­ar er umræða á und­an­förn­um mánuðum um fyr­ir­hugaða þátt­töku Íslands í svo­nefnd­um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og Orku­stofn­un sam­bands­ins í gegn­um Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) vegna aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um.

Sam­tals eru 80,5% and­víg því að færa vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um til evr­ópskra stofn­ana. Þar af 57,4% mjög and­víg og 23% frek­ar and­víg. Hins veg­ar eru 8,3% hlynnt því. Þar af eru 3,8% mjög hlynnt og 4,5% frek­ar hlynnt. Þá eru 11,3% í meðallagi and­víg/​hlynnt.

Meiri­hluti kjós­enda allra flokka and­víg­ur

Meiri­hluti stuðnings­manna allra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi er and­víg­ur því að færa vald yfir orku­mál­um á Íslandi til evr­ópskra stofn­ana. Mest andstaðan er á meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem 91,6% eru and­víg og 2,8% hlynnt.

Næst­ir koma stuðnings­menn Miðflokks­ins með 91,1% and­víg og 1,4% hlynnt, Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs með 86,3% and­víg og 0% hlynnt, Fram­sókn­ar­flokks­ins með 88,5% and­víg og 0% hlynnt og síðan Viðreisn­ar með 69,6% and­víg og 18,4% hlynnt.

Þar á eft­ir koma stuðnings­menn Flokks fólks­ins með 64,1% and­víg og 6,3% hlynnt, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með 63,8% and­víg og 18,6% hlynnt og loks stuðnings­menn Pírata með 60,8% and­víg og 18,7% hlynnt. Aðrir stuðnings­menn flokk­anna eru í meðallagi and­víg­ir/​fylgj­andi.

Þeir sem búa utan Reykja­vík­ur and­víg­ari

Þegar kem­ur að kynj­um eru 83,8% kvenna and­víg því að vald yfir stjórn ís­lenskra orku­mála sé fært til evr­ópskra stofn­ana og 5,5% fylgj­andi á meðan 77,7% karla eru and­víg og 10,4% hlynnt. Andstaðan eykst eft­ir því sem fólk er eldra og meiri andstaða er utan Reykja­vík­ur.

Þannig eru 75,8% íbúa Reykja­vík­ur and­víg þess­um ráðahag og 11,1% hlynnt en 87% and­víg á Aust­ur­landi og 7,3% hlynnt. Næst­mest er andstaðan á Norður­landi (85,4% and­víg og 10,5% hlynnt) og síðan Vest­ur­landi og Vest­fjörðum (85,2% and­víg og 0% hlynnt).

Hvað mennt­un varðar eru þeir sem eru með fram­halds­skóla­próf/​iðnmennt­un mest and­víg­ir eða 85,6% þeirra en 5% hlynnt. Þá koma þeir sem eru með grunn­skóla­próf (79,2% and­víg og 8,2% hlynnt) og þeir sem hafa há­skóla­próf (77,8% and­víg og 9,7% hlynnt).

Mest­ur stuðning­ur á meðal þeirra tekju­hæstu

Þegar kem­ur að tekj­um er andstaðan við slíka færslu á valdi úr landi mest á meðal þeirra sem eru með 800-999 þúsund krón­ur í mánaðarlaun (88,5% and­víg og 3,5% hlynnt) og næst mest hjá þeim sem eru með 400-549 þúsund krón­ur (84,4% hlynnt og 5,7% hlynnt).

Minnst andstaða á meðal tekju­hópa er hjá þeim sem eru með lægri tekj­ur en 400 þúsund krón­ur á mánuði eða 70,4%. Á meðal þeirra eru 9,6% hlynnt. Mest­ur stuðning­ur er á meðal þeirra sem eru með yfir eina millj­ón króna í mánaðar­tekj­ur eða í kring­um 13%.

Könn­un­in var gerð dag­ana 24. apríl - 7. maí. Svar­end­ur voru 848 á aldr­in­um 18-75 ára af öllu land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert