Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ.
Sigmundur var áður til heimilis í Aðalstræti 6 á Akureyri í húsi í eigu fjölskyldu Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Hann flutti lögheimilið sitt þangað í desember í fyrra, en nokkrar umræður spunnust um fyrri lögheimilisskráningu hans og var hún meðal annars kærð skömmu eftir kosningar.
Sigmundur Davíð, sem hefur um árabil verið þingmaður fyrir Norðausturkjördæmi, flutti lögheimili sitt á eyðibýlið Hrafnabjörg III í Jökulsárhlíð fyrir alþingiskosningarnar 2013.
Sigmundur Davíð bjó hins vegar hvorki þar né á Akureyri, heldur á höfuðborgarsvæðinu.