Hundaeigandi sviptur hvolpi

Hvolpur að leik. Mynd úr safni.
Hvolpur að leik. Mynd úr safni. AFP

Matvælastofnun hefur tekið hvolp úr vörslu eiganda á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá MAST segir að ástæða vörslusviptingarinnar sé ofbeldi sem eigandinn beitti hvolpinn og sinnuleysi sem hann sýndi honum. Var hvolpurinn m.a. skilinn eftir lengi einn.

Hvolpurinn var tekinn af eigandanum eftir að MAST bárust ábendingar um illa meðferð á honum, en fleiri en einn höfðu samband við stofnunina vegna hundsins. „Eftir skoðun á málsatvikum var það mat stofnunarinnar að málið þyldi ekki bið og var því gripið strax til vörslusviptingar,“ segir í tilkynningunni.

Í lögum um velferð dýra segir að skylt sé að fara vel með dýr og að umráðamaður beri ábyrgð á að annast sé um þau í samræmi við lögin, enda sé meðferð dýra er óheimil. 

Unnið er að því að finna hvolpinum nýtt heimili, en samkvæmt upplýsingum frá MAST hefur eigandinn ekki komið við sögu hjá stofnuninni áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert