Spáir leiðindaroki á hvítasunnudag

Svona verður staðan á miðnætti á laugardagskvöld samkvæmt vef Veðurstofunnar.
Svona verður staðan á miðnætti á laugardagskvöld samkvæmt vef Veðurstofunnar. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Spáð er fari lægða hér við land úr suðvestri næstu daga,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sína. Hann bendir á að það gæti gránað eða snjóað til fjalla og talsverð úrkoma með skilum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag.

Ein­ar birt­ir reglu­lega fróðleik um veður og veðurfar á síðu sinni og yf­ir­skrift færsl­unn­ar í dag er: Áfram hálf „asnalegt“ maíveður.

Spáð er djúpri lægð að morgni hvítasunnudags. „Ekki þarf að fjölyrða um það leiðindarok sem verður á landinu gangi spáin eftir,“ skrifar Einar.

Veðurfræðingurinn skrifar að þótt ekki sé útsynningur og éljagangur núna eins og fyrstu daga mánaðarins sé enn kalt loft í vestri sem fóðrar lægðir. 

Mjög svo hlýr hryggur eða fyrirstaða er síðan spáð [sic] yfir Eystrasalti og Skandínavíu sem aftur veldur því að þessar lægðir stefna því sem næst beint á okkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert