Fjallaböð í Þjórsárdal

Hótelið verður byggt inn í fjallið og herbergi standa stök …
Hótelið verður byggt inn í fjallið og herbergi standa stök út úr jörðinni. Mynd/Basalt arkitektar

Fram­kvæmd­ir við Fjalla­böðin, nýj­an baðstað og 40 her­bergja hót­el, munu hefjast við Reyk­holt í Þjórsár­dal á næsta ári.

Verk­efnið, sem hef­ur verið í þróun í þrjú ár og mun kosta um fjóra millj­arða króna, er í helm­ingseigu Íslenskra heilsu­linda, dótt­ur­fé­lags Bláa lóns­ins, og frum­kvöðlanna Magnús­ar Orra Schram, Ell­erts K. Schram og Ragn­heiðar Bjark­ar Sig­urðardótt­ur.

Magnús Orri seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í dag,  að Þjórsár­dal­ur­inn hafi setið eft­ir sem ferðamannastaður á und­an­förn­um árum, þrátt fyr­ir að þar sé að finna marga áhuga­verða sögu­staði og fagr­ar nátt­úruperl­ur.

Ásamt því að byggja Fjalla­böðin, mun þjón­ustumiðstöð rísa í 8 km fjar­lægð frá böðunum. Þá munu Rauðukamb­ar, fé­lagið utan um verk­efnið, leggja Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi lið við upp­bygg­ingu innviða í Þjórsár­dal, þar á meðal við brú­ar­smíði, göngu­stíga og reiðleiðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert