„Þetta er óhóf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um launakjör Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún sagði það ábyrgðarhluta hjá stjórnendum hins opinbera að tryggja að ábyrgð stöðugleikans á vinnumarkaði yrði ekki lagt á herðar lægst launaða fólksins.
Ármann hefur sætt gagnrýni síðustu daga vegna þess að laun hans hækkuðu um 32,7% á árunum 2016 til 2017. Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins, gerði í aðsendri grein í Morgunblaðinu, 14. maí síðastliðinn, athugasemdir við launakostnað vegna kjörinna fulltrúa í Kópavogi.
Grein Geirs er aðgengileg áskrifendum hér.
Bæjarstjórn samþykkti einróma í byrjun síðasta árs að hætta að miða laun bæjarfulltrúa við hlutfall þingfarakaupa og í stað þess miða við þróun launavísitölu. Þannig hækkuðu laun kjörinna fulltrúa í Kópavogi 26% 1. mars 2017 í stað 44,3% eins og ella hefði verið.