Létu bankana snúast um sjálfa sig

Davíð Oddsson var gestur Páls Magnússonar í þættinum Þingvellir í …
Davíð Oddsson var gestur Páls Magnússonar í þættinum Þingvellir í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins og mbl.is, sagði í morg­un að hann sæi mest eft­ir því að hafa ekki sótt fast­ar, þegar hann var for­sæt­is­ráðherra, að tryggja dreift eign­ar­hald bank­ana þegar þeir voru einka­vædd­ir á sín­um tíma.

Þetta kom fram í út­varpsþætt­in­um Þing­vell­ir, und­ir stjórn Páls Magnús­son­ar, á K100 í morg­un.

Davíð, sem er einnig fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði hluta Sjálf­stæðis­flokks­ins og alla aðra stjórn­mála­flokka hafa talið að ekki væri raun­hæft að fara fram á dreift eign­ar­hald.

„Ég tel að þetta hafi sann­ast í áfall­inu sem maður kenn­ir við bank­ana að ógæfa þeirra varð þegar eign­araðilarn­ir sem voru svo stór­ir tóku að láta bank­ana snú­ast mest um sjálf­an sig. Þá tel ég eft­ir á að hyggja að ég hefði átt að fylgja þessu enn fast­ar fram þó ég fyndi fyr­ir svona mik­illi and­stöðu,“ sagði hann.

Ljóst í fe­brú­ar að bank­arn­ir myndu falla um haustið

Páll vísaði til sam­tals hans við Davíð í fe­brú­ar 2008 þar sem Davíð hafði sagt að það lægi fyr­ir að bank­arn­ir myndu falla um haustið og spurði hvers vegna ekk­ert var gert á þeim tíma. Davíð sagðist hafa farið á fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sagt frá stöðu mála á grund­velli þess sem er­lend­ir seðlabank­ar væru að segja.

Hann tel­ur að viðbrögð annarra aðila eins og Gor­dons Brown, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og seðlabanka Banda­ríkj­anna hefði verið önn­ur þegar bank­arn­ir féllu, ef vitað hefði verið að ís­lensk yf­ir­völd hefðu verið að vinna í mál­inu frá því í fe­brú­ar. Þó svo að Davíð telji sig ekki getað sannað það þá sagði hann ekki úti­lokað að hægt hefði verið að mæta hrun­inu með öðrum hætti.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn laskaður vegna Ices­a­ve

Í þætt­in­um spurði Páll um stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Því svaraði Davíð að flokk­ar sem hafa verið ráðandi í stjórn­mál­um um alla Evr­ópu, til að mynda flokk­ar sósí­al­demó­krata, hafa misst mikið fylgi. Þá sagði hann að hon­um þætti afstaða flokks­ins til Ices­a­ve hafi skaðað hann.

„Flokk­ur­inn var nú reynd­ar að ná sér vel frá því þegar að hann óvænt kúventi og fór með rík­is­stjórn Jó­hönnu og Stein­gríms með Ices­a­ve-mál­inu. Á því hef­ur aldrei feng­ist full­nægj­andi skýr­ing af hverju það var gert. Þá höfðu verið gerðar kann­an­ir, meðal ann­ars leynik­ann­an­ir sem flokk­ur­inn hafði gert, sem sýndi flokk­inn í góðri stöðu, vel yfir 40%. Þeir sem gerðu könn­un­ina mátu það þannig að það væri mjög fátt sem gæti haggað því. Þetta mál fór illa með flokk­inn,“ sagði Davíð.

Fram kom í máli Davíðs um stöðu mála í Reykja­vík að minni­hlut­inn hafi ekki látið heyra í sér og það væri mögu­leg ástæða þess að hann njóti ekki meira fylg­is.

„Þá fannst mér minni­hlut­inn í borg­inni sam­sama sér meiri­hlut­an­um í borg­inni sem gerði ekki neitt, með því að gera ekki neitt. Þetta held ég hafi verið mjög vont því þá voru skila­boð til kjós­enda að þetta skipti engu máli.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert