Segir tímasetninguna enga tilviljun

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, seg­ir að miðað hafi verið við þróun launa­vísi­tölu þegar laun­in hans voru ákvörðuð. Sjálf­ur hafi hann ekki þegið hækk­un kjararáðs á laun­un­um.

Ármann hef­ur sætt gagn­rýni síðustu daga vegna þess að laun hans hækkuðu um 32,7% á ár­un­um 2016 til 2017. 

Hann tók fram í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni að hann starfaði ekki sem bæj­ar­stjóri vegna laun­anna og að hann hafi ekki átt þátt í launa­hækk­un­inni.

Spurður út í launa­hækk­un upp á 600 þúsund krón­ur sagði Ármann að pen­ing­arn­ir væru mikl­ir en að þetta hafi verið niðurstaða miðað við þróun launa­vísi­tölu.

Hann sagðist telja eðli­legt að sest yrði niður eft­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar og farið yfir þessi mál.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í gær að sér þættu laun Ármanns vera óhóf­leg og að ekki væri eðli­legt að bæj­ar­stjóri Kópa­vogs hefði hærri laun en for­sæt­is­ráðherra.

Ármann gagn­rýndi í viðtal­inu að for­sæt­is­ráðherra hefði sjálf þegið sína launa­hækk­un, sam­kvæmt ákvörðun kjararáðs, þrátt fyr­ir að hafa lofað breyt­ing­um og hún hafi sjálf talað fyr­ir sömu aðferð og var notuð við launa­hækk­un hans.

„Hún tók þessi laun upp á 35 pró­sent og 45 pró­sent sem þingmaður. Allt henn­ar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitt­hvað, það var ekk­ert gert og ennþá er verið að boða að gera eitt­hvað.“

Ármann nefndi að til greina gæti komið að bæj­ar­stjóri Kópa­vogs fengi í framtíðinni til­tekið hlut­fall af laun­um for­sæt­is­ráðherra eða þess ráðherra sem færi með sveit­ar­stjórn­ar­mál.

Ármann sagði tíma­setn­ingu fregn­anna af launa­hækk­un hans ekki vera til­vilj­un.

Hann sagði upp­lýs­ing­arn­ar ekki hafa verið neitt leynd­ar­mál. Þær hafi verið á dv.is í marga mánuði og að frétta­til­kynn­ing hafi verið send út vegna máls­ins á sín­um tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert