Tafirnar eru dýrar

Umferðartafir kosta sitt.
Umferðartafir kosta sitt. mbl.is/​Hari

Í nýrri grein­ingu Sam­taka iðnaðar­ins á vega­mál­um er áætlað að 15.000 klukku­stund­um sé sóað í um­ferðinni á höfuðborg­ar­svæðinu á degi hverj­um, sem sam­svar­ar um 25 klukku­stund­um á hvern íbúa á árs­grund­velli.

Í grein­ingu sam­tak­anna kem­ur m.a. fram að um 40% lengri tíma taki að ferðast úr Grafar­vogi til vinnu miðsvæðis í Reykja­vík en fyr­ir sex árum.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, að sam­tök­in séu ekki sann­færð um að þær vega­fram­kvæmd­ir sem nú eru til umræðu á höfuðborg­ar­svæðinu séu þær arðbær­ustu og vís­ar þar m.a. í hug­mynd­ina um Miklu­braut í stokk, sem tal­in er mundu kosta 21 millj­arð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert