Tafirnar eru dýrar

Umferðartafir kosta sitt.
Umferðartafir kosta sitt. mbl.is/​Hari

Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli.

Í greiningu samtakanna kemur m.a. fram að um 40% lengri tíma taki að ferðast úr Grafarvogi til vinnu miðsvæðis í Reykjavík en fyrir sex árum.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að samtökin séu ekki sannfærð um að þær vegaframkvæmdir sem nú eru til umræðu á höfuðborgarsvæðinu séu þær arðbærustu og vísar þar m.a. í hugmyndina um Miklubraut í stokk, sem talin er mundu kosta 21 milljarð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert