Bjórinn dýrastur á Íslandi

Það kemur fæstum Íslendingum væntanlega á óvart að veigarnar teljist …
Það kemur fæstum Íslendingum væntanlega á óvart að veigarnar teljist dýrar hér á landi. AFP

Bjórinn er dýrastur á Íslandi samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid framkvæmdi. Ódýrastur er bjórinn hins vegar í Víetnam, þar sem hann kostar um 109 kr., á meðan sá íslenski er sagður kosta um 1.200 krónur.

Fréttavefurinn Nine fjallar um könnunina, en Intrepid reiknaði út fyrir ferðamenn hversu marga bjóra þeir gætu fengið í hinum ýmsu löndum fyrir 20 ástralska dollara, eða um 1.600 kr.

Í Víetnam má fá 14 bjóra fyrir 20 dollara seðilinn og drykkurinn er heldur ekki dýr í Mexíkó, Egyptalandi, Kenýa eða Búrma, þar sem hann kostar rúmar 200 kr.

Þrjá bjóra má þá fá fyrir féð í Nýja-Sjálandi, en ekki nema tvo í Bandaríkjunum.

„Bjórdrykkjumenn á leið til Íslands ættu því að hugsa málið áður en þeir panta bjór á línuna,“ segir í frétt Nine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert