Helgi ritar skákævisögu Friðriks

Ungur nemur, gamall temur. Friðrik Ólafsson og ungir skákmenn á …
Ungur nemur, gamall temur. Friðrik Ólafsson og ungir skákmenn á Laufásborg. mbl.is/Árni Sæberg

Unnið er að ritun og útgáfu Skákævisögu Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Skáksögufélag Íslands hefur veg og vanda af útgáfunni og hefur gert samning við Helga Ólafsson stórmeistara um að vera aðalritstjóri og höfundur.

Honum til halds og trausts eru í ritnefnd, auk Friðriks, þeir Jón Þ. Þór og Jón Torfason, báðir kunnir sagnfræðingar og skákmenn góðir.

Áformað er að bókin komi út að rúmu ári liðnu eða haustið 2019 og verði myndarlegur prentgripur, að því er Einar S. Einarsson, forseti Skáksögufélagsins, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert