Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan hálf tíu í morgun. Hún sagðist mjög bjartsýn, í samtali við mbl.is, spurð um möguleika flokksins að ná kjöri inn í borgarstjórn.
„Þetta er bara búið að vera mjög skemmtilegt,“segir Sanna um kosningabaráttunna og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr og margir hafi verið ánægðir með framboðið. „Ég er líka ánægð með að við höfum komið okkar málum á dagskrá,“ segir hún.