Vill skriflegt svar um óskráðar reglur

Björn Leví í ræðustól Alþingis.
Björn Leví í ræðustól Alþingis. mbl.is/Eggert

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sett fram fyrirspurn til forseta Alþingis um óskráðar reglur og hefðir.

Fyrirspurnin er óvenjuleg og hljómar einfaldlega svona: „Hvaða óskráðar reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“

Björn Leví óskar jafnframt eftir skriflegu svari.

Tilefnið er væntanlega umræða á Alþingi í gær um sein svör ráðuneyta við fyrirspurnum þingmanna. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að líklega hafi aldrei borist jafnmargar og ítarlegar fyrirspurnir til Stjórnarráðsins. Lýsti hann stöðunni sem „tómri þvælu“.

Nefndi hann viðamikla fyrirspurn frá Birni Leví sem dæmi þar sem beðið var um upplýsingar tíu ár aftur í tímann.

Björn svaraði því þannig að þetta væru ekki flestar fyrirspurnir sem hefðu borist. Flestar hefðu þær verið 356 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert