ESB vill banna einnota plast

Plastúrgang er víða að finna og í miklu magni.
Plastúrgang er víða að finna og í miklu magni. Ljósmynd/Thinkstock

Verði tillaga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að banna einnota plastvörur að tilskipun má telja líklegt að hún fái einnig lagagildi á Íslandi.

Þetta staðfestir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, en tillagan er að mati ESB „EES-tæk“ og myndi því falla undir EES-samninginn.

Fyrir liggur að nái bannið til Íslands myndi það hafa gríðarleg áhrif hérlendis en sérhver Íslendingur notar að meðaltali fleiri tugi kílóa af umbúðaplastvörum á ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert