Umferðarslysum barna fækkað um 35%

Umferð í Reykjavík.
Umferð í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umferðarslysum á börnum hefur fækkað um 35% frá árinu 2000 hér á landi.

Þetta kom fram í erindi Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu, við athöfn sem haldin var í morgun til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá H-deginum svokallaða þegar skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi.

Árið 2000 var fjöldi slasaðra barna 357 en árið 2017 var fjöldi þeirra kominn niður í 232, samkvæmt hagtölum Hagstofu Íslands

„Þessum árangri [sic] má þakka öruggari ökutækjum en ekki hvað síst aukinni notkun og kröfu um sérstakan öryggisbúnað fyrir börn. Þeirri kröfu er ötullega fylgt eftir m.a. með könnun sem starfsmenn Samgöngustofu og sjálfboðaliða[r] Slysavarnafélagsins Landsbjörg [sic] gera við leikskóla í landinu. Á þeim vettvangi gefst færi á eftirliti og fræðslu um öryggi barna í bíl,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Könnunin er gerð annað hvert ár en sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 32 ár.

Niðurstöður sýna að notkun viðeigandi öryggisbúnaðar fyrir börn hefur aukist mikið á tímabilinu og er að miklu leyti í takti við fækkun slysa. Árið 2000 voru 72% barna í réttum búnaði en árið 2017 voru 93% barna í réttum búnaði, sem er 21% aukning á notkun slíks búnaðar.

Í umferðarlögum kemur skýrt fram að ökumaður ber fulla ábyrgð á að farþegar undir 15 ára aldri noti réttan öryggisbúnað. Belti eitt og sér telst ekki viðeigandi búnaður fyrr en barn hefur náð 135 cm hæð, að því er segir í tilkynningunni.

Bæklingur sem Samgöngustofa gerði að danskri fyrirmynd

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert