Virðist ekki standast stjórnarskrána

mbl.is/Hjörtur

„Von­andi gefst næg­ur tími til að kanna hvort gætt hafi verið fylli­lega að ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar í samn­ingaviðræðum rík­is­ins við viðsemj­end­ur þess á vett­vangi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Arn­ald­ur Hjart­ar­son, aðjúnkt við laga­deild Há­skóla Íslands, í aðsendri grein í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðinu þar sem hann ger­ir að um­tals­efni fyr­ir­hugaða upp­töku per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hér á landi í gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES).

Fram kem­ur í grein­inni að ekki verði bet­ur séð en að upp­taka lög­gjaf­ar­inn­ar feli í sér bæði framsal á fram­kvæmda­valdi og dómsvaldi til stofn­ana ESB án þess að Ísland eigi aðild að þess­um stofn­un­um, enda utan sam­bands­ins. Bent er á að á und­an­förn­um árum hafi und­ir­stofn­un­um ESB fjölgað. Ýmis dæmi megi finna úr ný­legri lög­gjöf ESB um að þeim hafi í aukn­um mæli verið falið beint eft­ir­lit inn­an ríkja sam­bands­ins og þeim jafn­vel falið bind­andi ákvörðun­ar­vald.

„Þessi þróun fel­ur tví­mæla­laust í sér áskor­an­ir fyr­ir EES-samn­ing­inn, enda eru ís­lensk stjórn­völd bund­in af stjórn­ar­skránni þegar þau setj­ast að samn­inga­borðinu í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni með hinum EFTA-ríkj­un­um og ESB, seg­ir Arn­ald­ur. Kveðið sé á um það í frum­varpi, sem lagt hef­ur verið fram á Alþingi og ætlað er að inn­leiða per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf ESB, að ekki sé stuðst við svo­nefnt tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins við inn­leiðingu henn­ar.

Farið út fyr­ir tveggja stoða kerfið

Arnaldur Hjartarson.
Arn­ald­ur Hjart­ar­son.

Tveggja stoða kerfið fel­ur í sér að þau aðild­ar­ríki EES sem standa utan ESB, það er Ísland, Nor­eg­ur og Liechten­stein, eigi aðeins að lúta valdi stofn­ana sem haldið er úti af Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA) sem rík­in þrjú eiga aðild að. Arn­ald­ur bend­ir á að ekki komi fram í frum­varp­inu hví ís­lensk stjórn­völd hafi samþykkt að falla frá tveggja stoða kerf­inu þannig að stofn­un ESB fái vald til þess að veita ís­lenskri rík­is­stofn­un, það er Per­sónu­vernd, fyr­ir­mæli.

„Ætl­un­in með frum­varp­inu virðist því vera sú að vald­heim­ild­ir verði fram­seld­ar til stofn­un­ar ESB, en að full­trú­um ís­lenska rík­is­ins verði ekki veitt­ur at­kvæðis­rétt­ur inn­an stofn­un­ar­inn­ar, ólíkt full­trú­um ríkja ESB. Íslenska ríkið verður þar með ekki full­gild­ur aðili þeirr­ar stofn­un­ar. Þess­ari stofn­un ESB verður í ein­hverj­um til­vik­um heim­ilað að gefa Per­sónu­vernd bind­andi fyr­ir­mæli. Í þessu felst fyr­ir­ætl­un um framsal fram­kvæmda­valds, seg­ir enn­frem­ur í grein­inni.

Kom­ist sé að þeirri niður­stöðu í frum­varp­inu að framsal fram­kvæmdavalds til stofn­un­ar ESB á sviði per­sónu­vernd­ar sé lít­ils hátt­ar í þröngt af­mörkuðum til­vik­um og bindi aðeins ís­lensk stjórn­völd en ekki ein­stak­linga eða fyr­ir­tæki. Arn­ald­ur bend­ir hins veg­ar á að viður­kennt sé í frum­varp­inu að ákvörðun tek­in af Per­sónu­vernd sem tek­in er í fram­haldi af ákvörðun stofn­un­ar ESB og byggð á niður­stöðu henn­ar kunni að hafa áhrif á ein­stak­linga og lögaðila á Íslandi.

Ísland beint und­ir vald dóm­stóls ESB

Hvað framsal dómsvalds varðar seg­ir Arn­ald­ur að ákv­arðanir stofn­un­ar ESB á sviði per­sónu­vernd­ar megi aðeins bera und­ir Evr­ópu­dóm­stól­inn, æðsta dóm­stól sam­bands­ins, sem Ísland eigi ekki aðild að. Enn­frem­ur muni ætl­un­in með per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf ESB vera að binda hend­ur ís­lenskra dóm­stóla þegar komi að lög­mæti ákv­arðana Per­sónu­vernd­ar sem teng­ist ákvörðunum stofn­un­ar ESB. Þetta þýði framsal á dómsvaldi til dóm­stóls sem Ísland eigi ekki aðild að.

Fram komi í frum­varp­inu að ekki sé hægt að girða fyr­ir að ein­stak­ling­ur leiti til ís­lenskra dóm­stóla vegna stjórn­valdsákvörðunar Per­sónu­vernd­ar enda sé sá rétt­ur stjórn­ar­skrár­var­inn. Arn­ald­ur seg­ir að taka megi und­ir þann skiln­ing frum­varps­höf­unda en í þeim orðum virðist jafn­framt fel­ast sá skiln­ing­ur þeirra að ákvæði per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar ESB, sem virðast ætlað að setja ís­lensk­um dóm­stól­um ákveðnar skorður, stand­ist ekki að öllu leyti stjórn­ar­skrána.

Enn­frem­ur sé gefið í skyn í frum­varp­inu að af­greiðsla máls­ins sé í and­stöðu við ráðgjöf Stef­áns Más Stef­áns­son­ar laga­pró­fess­ors um að stofn­un­um EFTA yrði falið að taka ákv­arðanir gagn­vart Íslandi, Nor­egi og Liechten­stein. Þá seg­ir að per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf ESB muni hafa víðtæk áhrif á ís­lenskt sam­fé­lag og Alþingi fái nú tæki­færi til þess að ræða málið. Næg­ur tími verði von­andi til þess að skoða hvort gætt hafi verið fylli­lega að ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Full­kom­in eft­ir­gjöf gagn­vart ESB

Ráðherr­ar í rík­is­stjórn­inni hafa harðlega gagn­rýnt kröf­ur ESB um að Ísland, Nor­eg­ur og Liechten­stein samþykki að gang­ast beint und­ir vald stofn­ana sam­bands­ins og að tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins sé þannig sniðgengið. Þar á meðal Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra. Þannig sagði Bjarni á Alþingi í fe­brú­ar að vegið að grunnstoðum EES-samn­ings­ins með kröf­um um að vikið yrði frá tveggja stoða kerf­inu.

Bjarni sagði einnig af því til­efni að Íslend­ing­ar stæðu frammi fyr­ir kröf­um um að gang­ast und­ir vald stofn­ana ESB, sem Ísland ætti enga aðild að, í hverju mál­inu á fæt­ur öðru. Kröf­ur ESB um að að Ísland færi beint und­ir vald stofn­ana sam­bands­ins voru einnig rædd­ar á Alþingi í janú­ar 2013 í umræðu um frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá þar sem meðal ann­ars var rætt um ákvæði sem heim­ilaði framsal rík­is­valds til alþjóðastofn­ana sem Ísland ætti ekki aðild að.

Vísaði Bjarni til grein­ar­gerðar með frum­varp­inu þar sem segði að til­gang­ur­inn væri að greiða fyr­ir eðli­legri þróun EES-sam­starfs­ins. „Það er mín skoðun að hér sé ekk­ert annað á ferðinni held­ur en full­kom­in eft­ir­gjöf gagn­vart óþolandi kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins um að við fram­selj­um til stofn­ana, sem við eig­um enga aðild að og starfa á grund­velli ESB-sátt­mála, rík­is­vald og þannig verði horfið frá tveggja stoða kerf­inu sem EES-sam­starfið hef­ur ávallt byggst á,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert