Blaut helgi í vændum

Erfitt verður að forðast rigninguna um helgina
Erfitt verður að forðast rigninguna um helgina mbl.is/Eggert

„Ef það er krafa að það sé þurrt alla helg­ina þá eru nú fáir staðir í boði,“ seg­ir Daní­el Þor­láks­son veður­fræðing­ur spurður um hvar megi bú­ast við besta helgar­veðrinu.

Spár gera ráð fyr­ir súld á köfl­um á vest­an­verðu land­inu í dag en að í kvöld þykkni upp og fari að rigna.

Úrkomu­skil ganga yfir landið í nótt og all­an laug­ar­dag og á morg­un er út­lit fyr­ir rign­ingu á vest­ur­helm­ingi lands­ins en að þurrt verði aust­an­meg­in og skýjað.

Á sunnu­dag­inn er spáð rign­ingu á köfl­um allt land en helst að það hald­ist þurrt á Aust­fjörðum.

Kóln­ar fyr­ir aust­an

Hlýtt hef­ur verið í veðri aust­an- og norðaust­an­lands síðustu daga og hiti mælst yfir 20 gráðum ein­hvers staðar á land­inu nokkra daga í röð.

Á Eg­ils­stöðum náði hit­inn 20 stig­um í dag en held­ur sval­ara er vest­an til, þar sem hiti er um tíu stig. Það kóln­ar aðeins á morg­un og bú­ist við 17-18 stiga hita um landið norðaust­an­vert en 8-10 stig­um vest­an­lands.

Eft­ir helgi er von á að kald­ari loft­massi komi yfir landið og kóln­ar norðan- og aust­an­lands. Lít­ill vind­ur hef­ur verið víðast hvar á land­inu síðustu daga og verður áfram svo um helg­ina.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert