Hundur hélt hverfi í gíslingu

Ekki eru allir hundar grimmir.
Ekki eru allir hundar grimmir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta var gert með almannaheill í huga. Það var einfaldlega ekki hægt að bjóða íbúum upp á þetta ástand lengur.“ Þetta segir Magnús H. Guðjónsson, dýralæknir og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, HES.

Fyrir nokkrum árum ákvað eftirlitið að hundi, sem bæði lögregla og HES höfðu haft ítrekuð afskipti af vegna lausagöngu, árása og ógnandi hegðunar, yrði lógað. Á ýmsu hafði gengið áður en það var gert, t.d. þorði fullorðið fólk vart út úr húsum sínum, leikskólabörnum var haldið innandyra og Magnús segir að hundurinn hafi haldið hverfinu í gíslingu.

Eigendur hundsins kærðu verknaðinn til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli þess að um brot á stjórnsýslulögum hefði verið að ræða. Niðurstaða nefndarinnar var að HES var gert að greiða þeim hálfa milljón króna í bætur.

Magnús tekur heilshugar undir orð þeirra Hafrúnar Önnu Sigurbjörnsdóttur og Óskars Veturliða Sigurðarsonar í Morgunblaðinu í gær um að óljóst sé hvernig koma eigi ábendingum um grimma hunda á framfæri. Þau eru móðir og fósturfaðir Sólons Brimis, drengs í Kópavogi sem varð fyrir árás hunds. „Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert heilbrigðiseftirlit á landinu grípur til aðgerða gegn grimmum hundum eftir þetta mál okkar,“ segir Magnús. „Við höfum enga lagalega heimild til að koma í veg fyrir almannavá sem getur skapast af völdum hunda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert