Hefur verið „afskaplega sársaukafullt“

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, seg­ist vera af­skap­lega ánægður með meg­inniður­stöður út­tekt­ar á málsmeðferð vel­ferðarráðuneyt­is­ins á máli hans og Barna­vernd­ar­stofu.

Niðurstaða út­tekt­ar­inn­ar er að Bragi hafi ekki brotið af sér með upp­lýs­inga­gjöf til afa barna í Hafn­ar­f­irðinum, svo kölluðu Hafn­ar­fjarðar­máli, en að vel­ferðarráðuneytið hafi gerst brot­legt við grund­vall­ar­regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar­ins um and­mæla­rétt, sbr. 13. gr. stjórn­sýslu­laga. 

Hann er sömu­leiðis ánægður með að skýrsl­an sé kom­in út en nefn­ir að hon­um hafi ekki gef­ist kost­ur á að lesa skýrsl­una vand­lega.

„Það er skilj­an­lega svo fyr­ir mann eins og mig sem hef helgað líf mitt bar­áttu fyr­ir rétt­ind­um barna, að það er af­skap­lega sárs­auka­fullt að sitja und­ir því svo mánuðum skipt­ir að hafa með at­höfn­um stefnt ör­yggi barna í hættu með því að gera til­raun til að koma þeim í hend­ur á meint­um barn­aníðingi,“ seg­ir Bragi og bæt­ir við að hann hafi fórnað yfir 30 árum ævi sinn­ar í að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um barna og sér­stak­lega gegn kyn­ferðisof­beldi.

„Þessu hef ég þurft að sitja und­ir og það er mik­ill létt­ir að það mál er nú al­gjör­lega úr sög­unni.“

Bragi seg­ir að ým­is­legt mætti fleira segja um málið sem hef­ur verið í gangi en kveðst nú vilja halda áfram með líf sitt og líta á bjart­ari hliðar til­ver­unn­ar.

„Það er gott að þetta er afstaðið. Skýrsl­an er af­drátt­ar­laus, hún er mjög vel unn­in og af­skap­lega vel rök­studd í alla staði og raun­ar í öll­um aðal­atriðum kom hún mér ekki á óvart.“

Hef­ur ekki áhrif á fram­boðið

Spurður hvað niðurstaðan þýði varðandi fram­boð hans til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna staðfest­ir hann að rík­is­stjórn­in hafi ákveðið það á fundi sín­um í morg­un að málið myndi ekki hafa nokk­ur áhrif á fram­boð hans en kosið verður í nefnd­ina 29. júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert