Vill tunnur sem henta íslenskum aðstæðum

Ruslið á það til að flæða úr tunnunum.
Ruslið á það til að flæða úr tunnunum. mbl.is/Hari

Plokkarar tína í raun mikið rusl úr illa hönnuðum ruslatunnum sem opnast í vondum veðrum. Betri hönnun getur dregið úr þessu; þyngja lokin eða hafa einfalda krækju.“ Þannig hefst færsla Þórs Sigfússonar, stjórnarformanns Íslenska sjávarklasans, á Facebook-síðunni „Plokk á Íslandi.“

Þór skorar á Einar Bárðarson að efna til samkeppni um lausn og segir að Sjávarklasinn sé til í samstarf um slíkt verkefni. Með færslunni birtir hann mynd af ruslatunnu þar sem sjá má ruslið „gubbast“ upp úr tunnunni.

„Ég vil efna til samkeppni um bestu lausnina til að hanna loka á tunnur sem henti betur íslenskum veðuraðstæðum,“ segir Þór við mbl.is.

Sjávarklasinn er reiðubúinn að bakka þetta upp enda endar sumt af þessu gosi úr ruslatunnum í hafinu,“ bætir Þór við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert