Boeing-þota í fánalitunum

Nýjasta viðbót Icelandair er nýkomin úr málun á Englandi.
Nýjasta viðbót Icelandair er nýkomin úr málun á Englandi. Ljósmynd/airliners.net

„Þetta vekur athygli og viðbrögð hjá fólki,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 757-300 farþegaþotu sem nýverið bættist í flota félagsins.

Þotan hefur verið máluð í fánalitunum í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands og þátttöku karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Guðjón segir að vélar sem málaðar hafa verið síðustu ár hafi dregið að fjölda ljósmyndara auk mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum. „Við höfum t.d. áður sett vél hjá okkur í norðurljósalitina og það vakti mikla athygli. Það voru margir ljósmyndarar sem komu og tóku myndir af vélinni. Þá voru mjög margir að tala um þetta á hinum ýmsu samfélagsmiðlum,“ segir Guðjón í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert