Boeing-þota í fánalitunum

Nýjasta viðbót Icelandair er nýkomin úr málun á Englandi.
Nýjasta viðbót Icelandair er nýkomin úr málun á Englandi. Ljósmynd/airliners.net

„Þetta vek­ur at­hygli og viðbrögð hjá fólki,“ seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, um Boeing 757-300 farþegaþotu sem ný­verið bætt­ist í flota fé­lags­ins.

Þotan hef­ur verið máluð í fána­lit­un­um í tengsl­um við 100 ára full­veldi Íslands og þátt­töku karla­landsliðsins á heims­meist­ara­mót­inu í Rússlandi.

Guðjón seg­ir að vél­ar sem málaðar hafa verið síðustu ár hafi dregið að fjölda ljós­mynd­ara auk mik­ill­ar um­fjöll­un­ar á sam­fé­lags­miðlum. „Við höf­um t.d. áður sett vél hjá okk­ur í norður­ljósalit­ina og það vakti mikla at­hygli. Það voru marg­ir ljós­mynd­ar­ar sem komu og tóku mynd­ir af vél­inni. Þá voru mjög marg­ir að tala um þetta á hinum ýmsu sam­fé­lags­miðlum,“ seg­ir Guðjón í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert