Draga þarf úr heimaþjónustu í sumar

Illa gengur að manna stöður þeirra sem sinna eiga þjónustunni.
Illa gengur að manna stöður þeirra sem sinna eiga þjónustunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum ekki ein um þennan vanda,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í svari til Morgunblaðsins vegna fyrirspurnar um heimaþjónustu og -hjúkrun í sumar, en fyrirséð er að draga þurfi úr þjónustunni.

Hún bendir í því samhengi á frétt frá Noregi sem birtist á vef norska ríkisútvarpsins 31. maí sl., en þar kemur fram að skortur sé á hjúkrunarfræðingum og sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í öldrunarþjónustu.

Mikill skortur sé einnig á félagsliðum hérlendis en þeir starfa við heimaþjónustu. Aðspurð segir Elfa Björk ekkert til sem heitir ófaglærður félagsliði, en starfsmaður í félagslegri heimaþjónustu geti farið á félagsliðanámskeið hjá stéttarfélagi, eða hafa lokið því í tengslum við sambærileg störf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert