Stuðningshátíð í miðborg Moskvu

Íslendingar munu hita upp fyrir leikinn í miðborg Moskvu á …
Íslendingar munu hita upp fyrir leikinn í miðborg Moskvu á laugardag. mbl.is/Golli

Stuðningshátíð verður haldin í miðborg Moskvu í Rússlandi fyrir leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn. Tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Jón Jónsson munu troða upp og Tólfan mun koma mannskapnum í gírinn.

Það eru sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan sem bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins og gestum og gangandi að hita upp fyrir leikinn á laugardag. Víkingaklappið góða verður að sjálfsögðu í hávegum haft og mun Tólfan sjá um að allir nái að klappa í takt.

Hið opinbera stuðningsmannasvæði (Fan Fest) er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram, en sendiráð Íslands fékk sérstakt leyfi borgarstjóra Moskvu til að skapa íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Hátíðin verður haldin í Zaryadye-garðinum sem er staðsettur í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml og hefst klukkan ellefu að staðartíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert