11 sóttu um starf forstjóra Sjúkratrygginga Íslands

mbl.is/Hjörtur

Ellefu sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem auglýst var laust til umsóknar 18. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. nóvember 2018 til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar Sjúkratrygginga Íslands, líkt og kveðið er á um í lögum, en Steingrímur Ari Arason, núverandi forstjóri, ákvað að sækja ekki um starfið á ný.

Forstjóri skal hafa lokið námi á háskólastigi og búa yfir rekstri af reynslu og stjórnun sem  nýtist í starfi. Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar og annast daglegan rekstur hennar. Forstjóri ber ábyrgð á því að sjúkratryggingastofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Frestur til að sækja um embættið rann út 10. júní. Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Berglind Ólafsdóttir, áfengis- og fíkniefnaráðgjafi
  • Guðrún Ingibjörg Gylfadóttir formaður
  • Hrannar Björn Arnarsson framkvæmdastjóri
  • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Ingunn Björnsdóttir dósent
  • María Heimisdóttir framkvæmdastjóri
  • Ragnar Magnús Gunnarsson sviðsstjóri
  • Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent
  • Þorvaldur Ingi Jónsson þróunarstjóri
  • Þröstur Óskarsson deildarstjóri
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert