Samkomulag hefur náðst í meirihlutaviðræðum Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Fram kemur að niðurstaða og samkomulag hafi náðst um málefni, verkaskiptingu og stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili.
Meirihlutasáttmálinn verður kynntur við Breiðholtslaug klukkan 10.30 í dag.
Formlegar viðræður flokkanna hafa staðið yfir í um tvær vikur.