Mikilvægt að æsa sig ekki um of

Samanlagður aldur systkinanna þriggja, Önnu, Lárusar og Haraldar, er hvorki …
Samanlagður aldur systkinanna þriggja, Önnu, Lárusar og Haraldar, er hvorki meira né minna en 295 ár. Anna er 100 ára, Lárus 103 ára og Halldór 92 ára. Þau eru þrjú eftirlifandi af fjórtán systkinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna Sigfúsdóttir fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu í faðmi vina og vandamanna. Hún hefur haft góða heilsu í öll þessi ár og segir að til þess að ná svo háum aldri þurfi að ýmsu að huga.

„Ef ég á að gefa einhver ráð þá er það að lifa skynsamlegu lífi í rólegheitum, það er mikilvægt að æsa sig aldrei mikið. Ég held líka að það sé ljómandi gott að sleppa því að reykja og drekka.“

Anna ólst upp á Hvalsá í Hrútafirði en flutti þaðan í Borgarfjörðinn, á Kleppjárnsreykjahverfið. Þar stundaði hún grænmetisrækt með manninum sínum og hafði unun af því að vinna. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á því að vinna og var þrældugleg vinnukona. Ég ólst upp í fátækt og það er svo yndislegt að geta komið fjölskyldunni sinni upp sómasamlega.“ Þegar Anna flutti til Reykjavíkur, fyrir fjörutíu árum, fór hún að vinna á barnaheimili og vann þar til sjötugs. „Það er alltaf gott að hafa einhverja vinnu,“ segir Anna.

Sjá viðtal við Önnu í heild ábaksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert