Mikilvægt að æsa sig ekki um of

Samanlagður aldur systkinanna þriggja, Önnu, Lárusar og Haraldar, er hvorki …
Samanlagður aldur systkinanna þriggja, Önnu, Lárusar og Haraldar, er hvorki meira né minna en 295 ár. Anna er 100 ára, Lárus 103 ára og Halldór 92 ára. Þau eru þrjú eftirlifandi af fjórtán systkinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna Sig­fús­dótt­ir fagnaði í gær 100 ára af­mæli sínu í faðmi vina og vanda­manna. Hún hef­ur haft góða heilsu í öll þessi ár og seg­ir að til þess að ná svo háum aldri þurfi að ýmsu að huga.

„Ef ég á að gefa ein­hver ráð þá er það að lifa skyn­sam­legu lífi í ró­leg­heit­um, það er mik­il­vægt að æsa sig aldrei mikið. Ég held líka að það sé ljóm­andi gott að sleppa því að reykja og drekka.“

Anna ólst upp á Hvalsá í Hrútaf­irði en flutti þaðan í Borg­ar­fjörðinn, á Klepp­járns­reykja­hverfið. Þar stundaði hún græn­met­is­rækt með mann­in­um sín­um og hafði unun af því að vinna. „Ég hafði alltaf mik­inn áhuga á því að vinna og var þrældug­leg vinnu­kona. Ég ólst upp í fá­tækt og það er svo ynd­is­legt að geta komið fjöl­skyld­unni sinni upp sóma­sam­lega.“ Þegar Anna flutti til Reykja­vík­ur, fyr­ir fjöru­tíu árum, fór hún að vinna á barna­heim­ili og vann þar til sjö­tugs. „Það er alltaf gott að hafa ein­hverja vinnu,“ seg­ir Anna.

Sjá viðtal við Önnu í heild ábaksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert