Ísland dæmt við þinglok

Höfuðstöðvar ESA í Brussel.
Höfuðstöðvar ESA í Brussel. Ljósmynd/EFTA

EFTA-dóm­stóll­inn hef­ur í dag kom­ist að niður­stöðu í 6 mál­um sem eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, höfðaði gegn Íslandi. Íslenska ríkið tapaði öll­um sex mál­un­um og er gert að greiða all­an sak­ar­kostnað.

Mál­in snúa öll að vanefnd­um við inn­leiðingu til­skip­ana Evr­ópu­sam­bands­ins í ís­lensk lög, en Ísland hafði sagst ætla að ganga frá inn­leiðingu fyr­ir þinglok.

Um­rædd­ar til­skip­an­ir virðast all­ar ná til fjár­mála­geir­ans, en ís­lensk­um stjórn­völd­um var send form­leg til­kynn­ing frá ESA 11. janú­ar 2017 um að Ísland hefði ekki inn­leitt um­rædd­ar til­skip­an­ir. Í mars sama ár svara ís­lensk yf­ir­völd og segja að frum­varp muni verða lagt fyr­ir Alþingi vorið 2017.

Þann 1. júní 2017 upp­lýsa stjórn­völd ESA með tölvu­pósti að fram­lagn­ingu frum­varps þess efn­is að inn­leiða um­rædd­ar til­skip­an­ir hafi verið frestað til hausts­ins. ESA til­kynn­ir yf­ir­völd­um í júlí að stofn­un­in mun veita ís­lenska rík­inu frest til 12. sept­em­ber 2017 til þess að leiða í lög til­skip­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins, eng­ar at­huga­semd­ir voru gerðar við þann frest af hálfu Íslend­inga.

Við þinglok í des­em­ber 2017 var hins veg­ar orðið ljóst að ekk­ert frum­varp hafði verið lagt fyr­ir Alþingi og kærði ESA ís­lenska ríkið til EFTA-dóm­stóls­ins 21. des­em­ber 2017. Í vörn sinni neitaði ís­lenska ríkið því ekki að hafa ekki inn­leitt um­rædd­ar til­skip­an­ir, en upp­lýsti að til stæði að leggja frum­varp fyr­ir Alþingi vorið 2018.

Þegar þing­störf­um lauk, aðfaranótt miðviku­dags, var ljóst að ekk­ert frum­varp þess efn­is að leiða um­rædd ákvæði í lög hér á landi hefði verið samþykkt og dæmdi EFTA-dóm­stóll­inn Íslandi í óhag í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert