Myndir: Ólýsanleg stemning í Rússlandi

00:00
00:00

Eft­ir rúm­lega klukku­tíma verður Ísland fá­menn­asta land í heimi til þess að spila á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu. Frum­raun liðsins verður ekki á móti ómerk­ara landsliði en liði Arg­entínu með Li­o­nel Messi í far­ar­broddi sem er af mörg­um álit­inn besti knatt­spyrnumaður sam­tím­ans og jafn­vel frá upp­hafi.

Meðfylgj­andi mynd­skeið tók Bjarni Páll Jak­obs­son á vell­in­um í Moskvu.

Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson.
Bræðurn­ir Frikki Dór og Jón Jóns­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Það er hugur í íslensku stuðningsmönnunum í Moskvu.
Það er hug­ur í ís­lensku stuðnings­mönn­un­um í Moskvu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Íslensku stuðnings­menn­irn­ir komu sam­an í Zarya­dye-garðinum í Moskvu í morg­un og sungu þar og skemmtu sér sam­an. Bræðurn­ir Jón Jóns­son og Frikki Dór tróðu meðal ann­ars upp og Tólf­an stýrði stuðnings­söngv­um. 

Það er léttskýjað og 22 stiga hiti í Moskvu í …
Það er létt­skýjað og 22 stiga hiti í Moskvu í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Söguleg stund. Ísland verður í dag smæsta þjóðin til að …
Sögu­leg stund. Ísland verður í dag smæsta þjóðin til að spila á heims­meist­ara­móti karla í knatt­spyrnu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stuðnings­menn­irn­ir eru núna á leiðinni á völl­inn þar sem leik­ur­inn hefst eft­ir einn og hálf­an tíma. Veðuraðstæður eru góðar í Moskvu, um 22 gráður og létt­skýjað.

Tólfan fór að sjálfsögðu fyrir stuðningsmönnum Íslands.
Tólf­an fór að sjálf­sögðu fyr­ir stuðnings­mönn­um Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Viðmælendur mbl.is hafa sagt að það sé eitthvað alveg sérstakt …
Viðmæl­end­ur mbl.is hafa sagt að það sé eitt­hvað al­veg sér­stakt í loft­inu í Rússlandi í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Hitað upp fyrir leikinn.
Hitað upp fyr­ir leik­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Fulla ferð. Mikill fjöldi Íslendinga eru í Moskvu þar sem …
Fulla ferð. Mik­ill fjöldi Íslend­inga eru í Moskvu þar sem leik­ur Íslands og Arg­entínu fer fram í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Plötusnúðurinn Dóra Júlía ásamt systur sinni.
Plötu­snúður­inn Dóra Júlía ásamt syst­ur sinni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Jón Jónsson ásamt fjölskyldunni.
Jón Jóns­son ásamt fjöl­skyld­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Víkingaklappið er ekki gleymt frá síðasta stórmóti.
Vík­ingaklappið er ekki gleymt frá síðasta stór­móti. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum er …
Áhugi er­lendra fjöl­miðla á ís­lenska landsliðinu og ís­lensku stuðnings­mönn­un­um er mik­ill. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert