30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

Forritunarkennsla hefur aukist í skólum landsins undanfarin ár.
Forritunarkennsla hefur aukist í skólum landsins undanfarin ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

30 skól­ar víðs veg­ar á land­inu fengu út­hlutaðan fjár­styrk úr sjóðnum For­rit­ar­ar framtíðar­inn­ar á dög­un­um, en til­gang­ur sjóðsins er að efla tækni- og for­rit­un­ar­kennslu í grunn- og fram­halds­skól­um lands­ins. Heild­ar­út­hlut­un sjóðsins í ár nem­ur 4,1 millj­ón króna í formi fjár­styrkja og 4,55 millj­ón­ir króna í formi tölvu­búnaðar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu sjóðsins.

Skól­arn­ir, sem út­hlut­un fengu, skuld­binda sig með styrkn­um til þess að hafa for­rit­un sem hluta af náms­skrá skól­ans í að minnsta kosti tvö ár.

„Það er ánægju­legt að geta sutt við for­rit­un­ar­kennslu í skól­um lands­ins á þenn­an hátt. Auk þess að stuðla að auk­inni fræðslu þá er einnig mark­mið sjóðsins að auka áhuga barna og ung­linga á for­rit­un og tækni. Það er ljóst að það er mik­il­vægt í skóla­starfi að efla for­rit­un­arkunn­áttu skóla­barna enda byggja þær tækni­fram­far­ir sem eru að eiga sér stað núna á sta­f­ræn­um grunni sem teng­ir ýmsa tækni sam­an og mun hafa áhrif á fy­ritæki og sam­fé­lög til lengri tíma,“ seg­ir Sig­fríður Sig­urðardótt­ir, stjórn­ar­formaður For­rit­ara framtíðar­inn­ar.

Hér má sjá heimasíðu sjóðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert