Góð áhrif á þjóðarsálina

Guðmundur Hálfdánarson prófessor.
Guðmundur Hálfdánarson prófessor. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það eru allir í góðu skapi meðan á HM stendur og Íslendingum gengur vel. Þetta hefur góð áhrif á þjóðarsálina. Áhrifin eru þó sjaldnast langvarandi, nema kannski að áhugi ungra stráka og stelpna á því að æfa fótbolta eykst.“

Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Guðmundur hefur mikið rannsakað og skrifað um þjóðernismál sem eiga sér margar birtingarmyndir. Hann segir góðan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, það er að gera jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum í riðlakeppni, 1-1, sannarlega skapa jákvæð áhrif í þjóðlífinu.

„Þetta snertir alla, jafnvel fólk sem hefur lítinn áhuga á íþróttum. Það gerðist til dæmis í tengslum við EM fyrir tveimur árum og eins þegar best gekk hjá íslenska landsliðinu í handbolta fyrr á árum,“ segir Guðmundur í umfjöllun um áhrif árangurs landsliðsins á HM í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert