Skortur á hjúkrunarfræðingum yfir sumartímann verður ekki leystur með því að ráða útlenska hjúkrunarfræðinga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið.
Um 1.000 Íslendingar menntaðir sem hjúkrunarfræðingar starfa á öðrum vettvangi en hjúkrun.
Í ljósi sumarlokana á Landspítalanum, m.a. vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, hefur sú spurning komið upp hvort sá vandi verði að einhverju leyti leystur með ráðningu hjúkrunarfræðinga frá útlöndum. Það hafi þó oft komið til tals á spítalanum, segir Anna Sigrún. Útlendingar eru þó reglulega ráðnir í störf hjúkrunarfræðinga og aðrar stöður á spítalanum, en litið er á þær ráðningar sem langtímaráðningar.