„Það hrúgast inn uppsagnir“

Samninganefnd ljósmæðra. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, er önnur frá …
Samninganefnd ljósmæðra. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, er önnur frá vinstri. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hrúgast inn uppsagnir. Það er gríðarleg óánægja náttúrulega,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við mbl.is. Telur Katrín að níu ljósmæður hafi sagt upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku en tekur fram að hún sé þó ekki með nýjustu tölur.

„Héðan í frá verður blóðtaka hver einustu mánaðamót.“

Nítján uppsagnir munu taka gildi um mánaðamótin og fleiri hafa í hyggju að segja upp störfum á þeirri á sónardeild Landspítalans, að því er fram kom í fréttum Bylgjunnar í dag.

Katrín Sif segir verkfallsaðgerðir í fullum undirbúningi og stefnt er á að yfirvinnuverkfall hefjist um miðjan júlímánuð. Ljósmæður eiga fund með forsætisráðherra á þriðjudag og næsti fundur hjá ríkissáttasemjara fer fram á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka