Lilja vill að tækifærin séu til staðar fyrir iðnmenntaða

Lilja Alfreðsdóttir með námsmönnum framtíðarinnar.
Lilja Alfreðsdóttir með námsmönnum framtíðarinnar.

„Það þarf að skoða það almennt hvort verið sé með sanngjarna nálgun, ég vil að tækifærin séu til staðar fyrir þá sem eru með iðn- og starfsmenntun,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið, sem hafði samband við hana til að fá úr því skorið hvort stúdentspróf hefði meira vægi en iðnnám við mat á umsóknum nemenda, eins og t.d. í lögregludeild Háskólans á Akureyri.

Ráðherra kvaðst ekki geta tjáð sig um einstök mál, þar sem ráðuneyti hennar gæti þurft að úrskurða í kærumálum. Varðandi mat á prófgráðum og starfsreynslu umsækjenda, segir Lilja að skólarnir hafi ákveðið sjálfstæði við að meta það, en þeir þurfi jafnframt að fara eftir lögum og reglum sem Alþingi og framkvæmdavaldið setja.

„Lög og reglur eiga að auðvelda fólki að finna sína fjöl í menntakerfinu, ekki að hindra það,“ segir Lilja og bætir við að iðn- og verknám skipti mjög miklu máli upp á framtíðina. Undirbúningur menntastefnu til ársins 2030 taki mið af því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert