Viðbrögð stjórnvalda skýr

Utanríkismálanefnd fundar fyrr á árinu.
Utanríkismálanefnd fundar fyrr á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is fundaði í morg­un um mál­efni inn­flytj­enda í Banda­ríkj­un­um og út­göngu Banda­ríkja­manna úr Mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna. Til­gang­ur fund­ar­ins var fyrst og fremst að taka stöðuna og ræða mál­in.

Inn­flytj­enda­stefna Don­ald Trump hef­ur vakið gríðarlega reiði að und­an­förnu þar sem börn ólög­legra inn­flytj­enda voru aðskil­in for­eldr­um sín­um við landa­mæri Mexí­kó og Banda­ríkj­anna. Þá var börn­un­um komið fyr­ir í sér­stök­um búðum á meðan for­eldr­ar þeirra voru fang­elsaðir og ákærðir fyr­ir að hafa komið ólög­lega inn í landið. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, seg­ir að viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda við mál­inu hafi verið skýr. „Krafa ís­lenskra stjórn­valda var sú að rétt­ar­ríki hafi vel­ferð barna alltaf í fyr­ir­rúmi.“ 

Trump hef­ur nú aft­ur­kallað stefnu sína og lof­ar að fjöl­skyld­ur verði sam­einaðar von bráðar, en sautján ríki Banda­ríkj­anna hafa höfðað mál gegn for­set­an­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert