Sýni tekin úr nýfundnum helli á Hellu

Minjar fundust í afhellinum í Hlöðuhelli og sýni voru send …
Minjar fundust í afhellinum í Hlöðuhelli og sýni voru send í greiningu.

Minja­stofn­un tók sýni á dög­un­um úr ný­fundn­um mann­gerðum helli við Ægissíðu á Hellu. Af­hell­ir­inn fannst fyr­ir til­vilj­un við viðgerðir á Hlöðuhelli en til stend­ur að opna fyr­ir al­menn­ingi tvo hella á svæðinu.

Á Suður­landi er að finna um 93 mann­gerða hella sem eru tald­ir margra ára gaml­ir. Uggi Ævars­son, minja­vörður Suður­lands, seg­ir að lítið sé vitað um hell­ana en það sé spenn­andi þegar nýr hell­ir finnst sem heim­ild­ir hafa aldrei getið um, að því er fram kem­ur í  um­fjöll­un um hell­ana í Morg­un­blaðinu í dag.

Við Ægissíðu eru 12 mann­gerðir hell­ar og ekki vitað með vissu um ald­ur þeirra né til hvers þeir voru notaðir. „Það finn­ast gjarn­an kross­mörk sem er búið að höggva í bergið og Ein­ar Bene­dikts­son kom því á flug að þarna hefðu Pap­ar verið á ferð,“ seg­ir Uggi, „en það er ekki víst því hver sem er get­ur gert kross­mörk.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka