Enskan er orðin sjálfsögð á Íslandi

Að sögn starfsfólks hentar orðið vintage betur en „notuð föt“.
Að sögn starfsfólks hentar orðið vintage betur en „notuð föt“. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ensk­ar merk­ing­ar í búðar­glugg­um og búðum í miðbæn­um eru að mati Ei­ríks Rögn­valds­son­ar, pró­fess­ors í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, „ein af birt­ing­ar­mynd­um enn stærra vanda­máls“.

Í um­fjöll­un um þróun þessa í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ei­rík­ur Íslend­inga ekki leng­ur hafa til­finn­ingu fyr­ir því að ensk­an sé er­lent tungu­mál held­ur taki henni sem gef­inni. „Hún er orðin svo sjálf­sögð í um­hverfi okk­ar og við höf­um ekki leng­ur til­finn­ingu fyr­ir því að hún sé gest­ur eða að hún sé í raun er­lent tungu­mál.“

Hann tel­ur nauðsyn­legt að vit­und­ar­vakn­ing fari fram um nyt­semi ís­lensk­unn­ar „sem fel­ur í sér að fólk átti sig á því að ís­lensk­an á alltaf við, alls staðar“. Ei­rík­ur hef­ur þó ekki hugsað sér að fara í stríð við ensk­una. „Hún má bara ekki valta al­veg yfir ís­lensk­una.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert