Fyrirtækin að fara úr landi

Að sögn SI hefur störfum í framleiðsluiðnaði, utan fiskvinnslu, aðeins …
Að sögn SI hefur störfum í framleiðsluiðnaði, utan fiskvinnslu, aðeins fjölgað um rúmt þúsund frá 2013, úr tæpum 16 þús. í rúm 17 þús. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn­völd verða að bregðast við versn­andi stöðu fram­leiðslu­fyr­ir­tækja með skýrri at­vinnu­stefnu. Ann­ars er hætta á að fleiri fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og störf fari úr landi.

Þetta seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins. Það sé að koma á dag­inn að ís­lenskt hag­kerfi standi ekki und­ir svo háum laun­um nema fram­leiðni auk­ist.

„Það er hætt við að iðnaður sem fer úr landi komi ekki aft­ur. Fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hafa verið að hagræða og segja upp fólki í vet­ur. Það seg­ir sína sögu þegar fyr­ir­tæki vilja annaðhvort færa hluta starf­sem­inn­ar utan eða telja sig ekki geta keppt við er­lenda keppi­nauta vegna þess hversu hár inn­lend­ur kostnaður er orðinn. Laun og vaxta­kostnaður eru lægri er­lend­is, sem og skatt­ar og trygg­inga­gjald. Þessi skil­yrði eru erfið fyr­ir ný fyr­ir­tæki sem og þau eldri. Hætt­an er sú að ný fyr­ir­tæki verði síður til,“ seg­ir Sig­urður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert