Baldur Arnarson
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir könnun meðal ljósmæðra benda til að meirihluti þeirra telji eðlilegt að fá 671 þúsund í grunnlaun.
Til samanburðar hafi nýjar ljósmæður nú 461 þúsund í grunnlaun en þær reyndustu mest 611 þúsund í lok starfsævinnar að loknum öllum námskeiðum.
Samkvæmt vef stjórnarráðsins höfðu ljósmæður að meðaltali 573 þúsund í dagvinnulaun að meðaltali í fyrra. Hugmyndir ljósmæðra um grunnlaun eru 17% hærri laun.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Katrín Sif að leiðrétta þurfi laun ljósmæðra. Þær standi t.d. alltof langt að baki læknum í launum. Ljósmæður höfðu að meðaltali 848 þúsund í heildarlaun í fyrra en félagar í Læknafélagi Íslands um 1.500 þúsund.