Allir verða að sýna vegabréf

mbl.is/Hjörtur

Stjórnvöld í Svíþjóð hafa uppi tímabundnar reglur um herta landamæragæslu. Allir sem koma inn í landið þurfa nú að framvísa gildum skilríkjum. Norrænir ríkisborgarar verða því að hafa við hönd gildandi vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini þar sem ríkisfang kemur fram.

Á þetta er bent í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins minnir á að vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin, einnig innan Norðurlandanna. Íslenskir ríkisborgarar sem lenda í vanda á ferðum sínum erlendis geta haft samband beint við sendiráð, ræðisskrifstofur og ólaunaða ræðismenn auk ráðuneytisins sem er með vaktsíma allan sólarhringinn í síma 545-9900.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert