Hlé hefur verið gert á fundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins til klukkan þrjú í dag. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, í samtali við mbl.is.
„Fundur hófst klukkan tíu í morgun og gerðu ljósmæður þá gagntilboð,“ segir Elísabet en hlé var gert á fundinum til klukkan þrjú á meðan samninganefnd ríkisins fer yfir gagntilboðið.