Myndarlegur ísjaki nærri Skagaströnd

Nokkuð myndarlegur ísjaki er nú sjáanlegur á Húnaflóanum.
Nokkuð myndarlegur ísjaki er nú sjáanlegur á Húnaflóanum. Ljósmynd/Jón Haukur Daníelsson

Nokkuð stór borga­rís­jaki er nú skammt frá landi í aust­an­verðum Húna­flóa, norðan Skaga­strand­ar. Jón Hauk­ur Daní­els­son tók mynd af jak­an­um og birti á Face­book-hópn­um Bak­land ferðaþjón­ust­unn­ar.

Jón Hauk­ur seg­ir við mbl.is að jak­inn sé að fær­ast inn fló­ann í átt til Skaga­strand­ar og að hann sé núna staðsett­ur vest­ur af Skaga­búð.

Hann seg­ist telja að jak­inn nái alla leið Skaga­strand­ar, en í gær­kvöldi hafi hann verið um tíu kíló­metra utar í fló­an­um og mun lengra frá landi. Stíf norðanátt hafi hins veg­ar ýtt hon­um nær.

„Menn hér tala um að hann eigi eft­ir að stranda hér í ná­grenn­inu og brotna upp,“ seg­ir Jón Hauk­ur.

Ljós­mynd/​Jón Hauk­ur Daní­els­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert