Myndarlegur ísjaki nærri Skagaströnd

Nokkuð myndarlegur ísjaki er nú sjáanlegur á Húnaflóanum.
Nokkuð myndarlegur ísjaki er nú sjáanlegur á Húnaflóanum. Ljósmynd/Jón Haukur Daníelsson

Nokkuð stór borgarísjaki er nú skammt frá landi í austanverðum Húnaflóa, norðan Skagastrandar. Jón Haukur Daníelsson tók mynd af jakanum og birti á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

Jón Haukur segir við mbl.is að jakinn sé að færast inn flóann í átt til Skagastrandar og að hann sé núna staðsettur vestur af Skagabúð.

Hann segist telja að jakinn nái alla leið Skagastrandar, en í gærkvöldi hafi hann verið um tíu kílómetra utar í flóanum og mun lengra frá landi. Stíf norðanátt hafi hins vegar ýtt honum nær.

„Menn hér tala um að hann eigi eftir að stranda hér í nágrenninu og brotna upp,“ segir Jón Haukur.

Ljósmynd/Jón Haukur Daníelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert