„Ekki dýr í hringleikahúsi“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Valgarður Gíslason

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Reykja­vík­ur­borg til að greiða starfs­manni Ráðhúss Reykja­vík­ur skaðabæt­ur vegna slæmr­ar fram­komu skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara. Þá var skrif­leg áminn­ing, sem Reykja­vík­ur­borg hafði veitt starfs­mann­in­um, gerð ógild.

Í niður­stöðu dóms­ins, sem féll 5. júní, fer dóm­ar­inn hörðum orðum um at­hæfi skrif­stofu­stjór­ans: „Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.“

Seg­ir einnig í dóm­in­um að líta megi á fram­komu skrif­stofu­stjór­ans sem lít­ilsvirðingu við starfs­mann­inn sem er tölu­vert eldri en skrif­stofu­stjór­inn og með yfir 35 ára reynslu af fjár­mála­tengd­um störf­um. Hann hafi gegnt stöðu fjár­mála­stjóra ráðhúss­ins í rúm 10 ár og starfað þar tvö­falt leng­ur en skrif­stofu­stjór­inn.

Dóm­ari hafnaði ávirðing­un­um

Til­efni áminn­ing­anna voru tvö til­vik sem skrif­stofu­stjór­inn taldi brot á starfs­skyld­um fjár­mála­stjór­ans; ann­ars veg­ar varðandi upp­lýs­inga­veit­ingu á styrkj­um og vegna vinnslu launa­áætl­un­ar hins veg­ar. Dóm­ari hafnaði öll­um ávirðing­um og dæmdi þær og áminn­ing­una ólög­mæt­ar. Hann taldi einnig að áminn­ing­in hafi verið til þess fall­in að skaða æru stefn­anda og voru hon­um dæmd­ar miska­bæt­ur.

Skrif­stof­an heyr­ir und­ir borg­ar­rit­ara, sem heyr­ir und­ir borg­ar­stjóra. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var báðum aðilum kunn­ugt um málið og hafi lögmaður stefn­anda t.a.m. hvatt þá til að leita annarr­ar niður­stöðu en að fara með málið fyr­ir dóm. Ekki hafi verið ákveðið að leita sátta þó að ljóst hafi verið frá upp­hafi að staðhæf­ing­ar skrif­stofu­stjór­ans ættu ekki rétt á sér. Áfrýj­un­ar­frest­ur dóms­ins er liðinn og var mál­inu ekki áfrýjað.

Dóm­ur­inn í heild

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert